101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Nýsköpunar og þróunarfyrirtæki í skelfiskrækt og fóðurframleiðslu fyrir bæði laxeldi og landbúnaðNorthlight Seafood ehf. hefur þróað hugmynd að umhverfisvænni og tæknivæddri kræklingarækt þar sem notuð er iðnvædd flekaræktun með öflugum skeljaskipum og sérhæfðum uppskerutækjum ásamt fullvinnslu í fóður. Með slíkri ræktun er hægt að hámarka nýtingu svæða og auka framleiðslugetu verulega. Aðferðirnar fela í sér notkun á sjálfvirkum ræktunar- og uppskerukerfum, sem auka skilvirkni. Þessi nálgun gæti skapað nýja möguleika fyrir framleiðslu á vistvænu fiskeldisfóðri á Íslandi og er tilvalin leið í sameldi með laxi til að auka hag fiskeldis og draga úr umhverfisáhrifum.
Í dag hefur fyrirtækið undir höndum leyfi í fimm fjörðum til tilraunaræktunar og ræktunar á vestfjörðum og norðurlandi, átta önnur leyfi eru í umsóknarferli hjá fyrirtækinu.
Teikningar og hönnun af sérhæfðum skipum, framleiðsluskipi og rannsóknarskipi liggja fyrir.
Fyrirtækið hefur einnig fengið lóð undir framleiðslu í Stykkishólmi og er hönnun mannvirkja á teikniborðinu. Staðsetning fyrirhugaðrar framleiðslu er mjög góð í ljósi þess að ræktun á sér stað í fjörðum bæði á vestfjörðum og norðurlandi.
Heimasíða fyrirtækis.https://northlightseafood.is/
Allar nánari upplýsingar gefur Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101, [email protected] og á [email protected]